04.05.1960
Sameinað þing: 46. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 451 í D-deild Alþingistíðinda. (3173)

905. mál, lántaka í Bandaríkjunum

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Af þessu láni hafa nú verið notaðar 2 millj. 570 þús. dollarar. Mótvirði þess í ísl. krónum nemur 79.2 millj. kr. Til frekari skýringa skal ég geta þess, eins og fyrirspyrjandi raunar minntist á, að í fjárlögum fyrir árið 1959 var ráðstafað 98 millj. kr. af þessu 6 millj. dollara láni, og skiptist það þannig, að raforkusjóður átti að fá 45 millj., ræktunarsjóður 25 millj. og til hafnarframkvæmda 29 millj., samtals 98 millj. Eins og sjá má af þessum upplýsingum, er þessi upphæð ekki enn að fullu komin inn, heldur aðeins 79.2 millj. króna.