04.05.1960
Sameinað þing: 46. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 452 í D-deild Alþingistíðinda. (3178)

906. mál, reikningar ríkisins í seðlabankanum

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Samkv. 5. gr. efnahagsmálal. skyldi stofna sérstakan vaxtalausan reikning á nafni ríkissjóðs í seðlabankanum og færa á hann gengistap vegna skulda ríkissjóðs við Greiðslubandalag Evrópu og sömuleiðis gengismun, er fram kæmi hjá þeim bönkum, sem verzla með erlendan gjaldeyri. Skuld á þessum reikningi er nú 181 millj. kr. Enn er ekki endanlega gengið frá færslum á þennan reikning, þar sem nokkur vafaatriði bíða úrskurðar, en það er ekki ástæða til að gera ráð fyrir, að upphæðin breytist, svo að teljandi sé.