11.05.1960
Sameinað þing: 48. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 466 í D-deild Alþingistíðinda. (3203)

909. mál, stofnlánasjóðir Búnaðarbankans

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Það er aðeins í tilefni af einu, sem hv. 1. þm. Austf. (EystJ) tók fram. Hann sagði, að það væri í fyrsta sinn núna, sem ekki hefði verið unnt að ljúka lánum fyrir áramót. Það vill svo til, að ég hef hér bréf í höndunum frá bankastjóra Búnaðarbankans, þar sem stendur, að á tímabilinu 1. jan. til 30. apríl í fyrra var lánað 6.4 millj. kr. úr ræktunarsjóði vegna lánsbeiðna, sem höfðu borizt í desember, en ekki var hægt að ljúka. Og ég veit, að hv. fyrirspyrjandi og hv. 1. þm. Austf. vita, að það hefur alltaf verið venjan að lána í mara út á það, sem var óafgreitt frá fyrra ári. Það hafa alltaf verið nokkrar milljónir. Það getur verið, að það hafi dregizt fram í apríl núna og meira að segja kannske fyrstu dagana í maí, og það er þá höfuðsyndin, sem um er að ræða. Úr byggingarsjóði hefur alltaf verið lánað einnig í marzmánuði út á leifarnar frá fyrra ári. Höfuðsynd núv. stjórnar er sú, að það hefur sennilega dregizt fram í apríl. Nú eru komin mánaðamót, — ég veit ekki, hvort það er búið. Þetta er stóra syndin þeirrar ríkisstj., sem tók við skuldabagganum, óreiðuskuldunum í seðlabankanum, sem hún verður að sjá um greiðslu á nú á þessu ári.