11.05.1960
Sameinað þing: 48. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 467 í D-deild Alþingistíðinda. (3204)

909. mál, stofnlánasjóðir Búnaðarbankans

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Þetta var út í hött hjá hæstv. ráðh., vegna þess að ég var að ræða hér um byggingarsjóðinn. Það er alveg rétt, sem ráðh. tók fram, að það hefur oftast nær veríð eitthvað óafgreitt af lánum frá ræktunarsjóði frá árinu áður, sem hefur dregizt yfir á næsta ár að veita. En meginreglan hefur verið sú um byggingarsjóðinn, að það hefur verið fyrir áramót lánað út á byggingar þær, sem framkvæmdar hafa verið. Það veit hæstv. ráðh. vel, að það hefur verið meginreglan. En nú var allt öðru til að dreifa, því að meginhluti lánanna hefur beðið fram á þennan dag. Það er ástæðulaust að vera að þræta um þetta, því að það vita allir, að það hefur orðið nú sérstakur dráttur á byggingarsjóðslánunum. Það á eingöngu við þau. Hitt er ekki óalgengt, að það hafi verið nokkuð óafgreitt af ræktunarsjóðslánunum.