11.05.1960
Sameinað þing: 48. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 468 í D-deild Alþingistíðinda. (3206)

909. mál, stofnlánasjóðir Búnaðarbankans

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Skv. bréfi, sem ég hef hér frá stjórn Búnaðarbankans, hefur mér skilizt, að þetta væri fullgert, og hv. þingmönnum til upplýsingar vil ég upplýsa það, að skv. þessu bréfi er sagt, að frá 1. jan. til 30. apríl þessa árs hafi ræktunarsjóður lánað 11725399 kr., tilbúið til útborgunar, en ekki afgreitt, 1343000 kr.

Ég hef skilið það svo, að þetta væru lánbeiðnir út á framkvæmdir í Búnaðarbankanum árið 1959, og skv. viðtali, sem ég átti við einn mann úr bankanum, sem ég ætla að þekki þetta, hafði ég ástæðu til að ætla það. Ég get ekki ábyrgzt, hvort eitt og eitt lán er eftir, en þetta virðist vera alveg tæmandi skýrsla, sem ég tel gilda.