11.05.1960
Sameinað þing: 48. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í D-deild Alþingistíðinda. (3221)

911. mál, gjaldeyrislántaka

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Í samræmi við kvóta sinn hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þá samninga, sem gerðir voru við sjóðinn á s.l. vetri, getur Ísland keypt af sjóðnum fyrir samtals 8.4 millj. Bandaríkjadollara. Af þessari heimild hafa nú verið notaðar 2.8 millj. dollara, en það samsvarar gullinnborgun Íslands í sjóðinn. Yfirdráttarlánið hjá Evrópusjóðnum er 12 millj. dollarar. Af þeirri upphæð hafa nú verið notaðar 5 millj. dollara, Samtals hafa því verið notaðar 7.8 millj. dollara af þeim 20 millj., sem til ráðstöfunar eru hjá þessum tveimur stofnunum. Þetta fé hefur eingöngu verið notað til þess að greiða yfirdráttarskuldir íslenzkra banka við erlenda banka, sem voru mjög háar, þegar gengisbreytingin var framkvæmd.