30.11.1959
Efri deild: 5. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

16. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði 1960

Forseti ( SÓÓ ):

Ég vil í tilefni þessara tilmæla frá hv. þm. skýra frá því, að það hefur nú þegar verið ákveðið að halda fundi áfram kl. hálfníu í kvöld, og það er því miður ekki hægt að falla frá því, að sá fundur verði haldinn. (Gripið fram í: Hefur forsetinn það ekki á valdi sínu?) Forseti hefur ákveðið að hafa þennan fund, og verður ekki hægt að falla frá því.

Hv. þm. minntist m.a. á það, að komin væri hátíð, fullveldishátíðin, og vil ég í því sambandi benda á, að það er unnið á mörgum stöðum til hádegis á morgun, svo að ekki virðist úr vegi, að hv. þm. komi hingað aftur kl. hálfníu á fund í kvöld. — Ég get því miður ekki orðið við þessum tilmælum hv. þm. í þetta sinn.