08.02.1960
Sameinað þing: 14. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1463 í B-deild Alþingistíðinda. (369)

42. mál, fjárlög 1960

Forseti (FS):

Þessi útvarpsumræða fer fram með þeim hætti samkvæmt 51. gr. þingskapa, að fyrst flytur hæstv. fjmrh. framsöguræðu; er tími hans ekki takmarkaður. Síðan verða fluttar hálftímaræður af hálfu hvers hinna þriggja þingflokka, annarra en flokks hæstv. fjmrh., Sjálfstfl., og í þessari röð: Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur. Að lokum hefur hæstv. fjmrh. rétt til stundarfjórðungsræðu til andsvara. Hæstv. fjmrh., Gunnar Thoroddsen, tekur nú til máls og flytur framsöguræðu.