29.03.1960
Sameinað þing: 31. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1734 í B-deild Alþingistíðinda. (438)

42. mál, fjárlög 1960

forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Út af þessari till. vildi ég leyfa mér að geta þess, að mér vitanlega hefur Alþýðusambandið ekki leitað til Alþ. um þetta mál. Ef hins vegar launþegasamtökin ákveða að afla sér sérfræðilegrar aðstoðar til þess að meta áhrif efnahagsráðstafananna á kjör launþega, telur ríkisstj. sér skylt og ljúft að styðja það. Ég vildi leyfa mér með þessari grg. að mælast til þess, að hv. flm. taki till. aftur, skoði sitt mál leyst.