07.04.1960
Efri deild: 57. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1902 í B-deild Alþingistíðinda. (559)

60. mál, skipun prestakalla

Alfreð Gíslason læknir:

Herra forseti. Ég vil leggja það til, að þessari umr. verði frestað, úr því að enginn hæstv. ráðh. er viðlátinn. Mér finnst bæði hv. d. og málefnið sjálft verðskulda það, að málinu sé fylgt úr hlaði hér í d. með framsöguræðu.