08.04.1960
Efri deild: 60. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1904 í B-deild Alþingistíðinda. (563)

60. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Það er efni þessa frv. að veita biskupinum yfir Íslandi heimild til þess að ráða prestvígðan mann sem æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar til þess að aðstoða og leiðbeina við æskulýðsstarfsemi í söfnuðum landsins. Ráðningartími þessa manns skal vera allt að þremur árum í senn. Að öðru leyti verða kjör hans samkv. frv. hliðstæð því, sem nú gildir um forfallaprest, sem heimilt er að ráða samkv. gildandi lögum. — Menntmn. þessarar deildar hefur athugað frv. og mælir einróma með því, að það verði samþykkt óbreytt.