30.11.1959
Efri deild: 5. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í B-deild Alþingistíðinda. (57)

16. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði 1960

1. gr. samþ. með 11:8 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: AuA, BGuðm, EggÞ, FS, GTh, JÁ, JÞ, KJJ, MJ, ÓB, SÓÓ.

nei: ÓlJ, PÞ, SE, AGl, ÁB, BjörnJ, HermJ, KK. 1 þm. (FRV) fjarstaddur.

8 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkv.:

Ólafur Jóhannesson: Ef frv. þetta væri tekið til afgreiðslu á eðlilegum tíma þinghaldsins, mundi ég greiða því atkvæði. En þar sem það er nú tekið til afgreiðslu til þess að skapa skilyrði til að koma á ótímabærri þingfrestun, sem leiðir af sér skerðingu þingræðis, þá segi ég nei.