03.12.1959
Neðri deild: 9. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 117 í B-deild Alþingistíðinda. (73)

16. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði 1960

Forseti (BGr):

Ég vil taka það fram, að í hvert einasta skipti, sem ræðumenn hafa óskað þess, að þessi ráðh. eða aðrir væru hér viðstaddir, þá hefur allt verið gert, sem hægt er, til að koma þeim boðum til ráðh. og biðja þá um að verða við þeim óskum. Í dag eða réttara sagt síðdegis í gær, þegar þetta mál eða síðasta mál á dagskránni kom fyrst til umr., var hæstv. fjmrh. hér viðstaddur. Hann þurfti að fara frá og tilnefndi annan ráðh. til að vera hér fulltrúa sinn við framhald þessarar umr. Ég hef gert það, sem hægt er, til að koma boðum til fjmrh., en verð að líta þannig á, að þessi tilnefning á öðrum ráðh. til að vera hér í hans stað standi enn þá.