17.05.1960
Efri deild: 79. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2485 í B-deild Alþingistíðinda. (823)

131. mál, innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.

Frsm. meiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Fjhn. Ed. hefur haldið fund til þess að fjalla um brtt. þá frá hæstv. viðskmrh., sem nú hefur verið útbýtt sem þskj. 462, en þessi till. var, eins og kunnugt er, lögð fram hér í hv. d. á fundi í gær. Efni till. er að heimila fjmrn. til bráðabirgða að lækka aðflutningsgjöld á efnivörum til skógerðar. Á fundi n. í morgun mættu þeir Jónas Haralz ráðuneytisstjóri og dr. Jóhannes Nordal, en hann hefur verið formaður n., sem m.a. hefur fjallað um vandamál iðnaðarins vegna væntanlegs frílista. Þessir menn gáfu n. ýmsar upplýsingar um þær aðstæður, sem skapazt hafa fyrir skóiðnaðinn vegna hinna breyttu viðhorfa í viðskiptamálum, sem leiðir af efnahagsmálalöggjöfinni í heild og þá m.a. því frv. um innflutnings- og gjaldeyrismál, sem hér liggur fyrir. Að fengnum upplýsingum frá þessum mönnum um þessi atriði er n. sammála um að mæla með því, að þessi brtt. verði samþykkt, þó að einstakir nm. hafi látíð þá skoðun í ljós, að eðlilegra hefði e.t.v. verið að afgreiða þetta mál í einhverju öðru formi. En niðurstaðan var sú, að n. mælir með samþykkt þessarar tillögu.