19.05.1960
Neðri deild: 84. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2499 í B-deild Alþingistíðinda. (837)

131. mál, innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Hv. 3. þm. Reykv. sagði, að hér væri samkomulag um, að hann ætti að hafa aðstöðu sem nefndarhluti til að láta í ljós álit sitt á málinu. En samkvæmt því, sem ég sagði í fyrri ræðu um þetta, er mín skoðun sú, að samkvæmt skýlausum ákvæðum þingskapa hafi hann haft aðstöðu til þess, frá því að málinu var í Ed. vísað til þessarar hv. d. aftur, og þangað til það kom hér fyrir, sem voru tveir sólarhringar. Á þeim grundvelli gat ég, eins og sjálfsagt fleiri, greitt atkvæði eins og við gerðum um að vísa málinu ekki sérstaklega og formlega til nefndar að þessu sinni.