15.03.1961
Neðri deild: 75. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1059 í B-deild Alþingistíðinda. (1035)

207. mál, lögreglumenn

Frsm. (Einar Ingimundarson):

Herra forseti. Allshn. hefur rætt frv. það, sem hér er til umr., þ.e. frv. til laga um breyt. á l. nr. 50 12. febr. 1940, um lögreglumenn, og leggja nm. til, að frv. verði samþ. óbreytt. Einn nm., hv. 11. landsk. þm., Gunnar Jóhannsson, var fjarstaddur vegna lasleika, þegar málið var afgreitt frá n. Í aths. við frv. segir, að hér sé ekki um efnislegt nýmæli að ræða um ráðningu lögreglumanna og uppsögn eða lausn þeirra frá störfum, því að sams konar ákvæði og felast í þessu frv. er að finna í hinum ýmsu lögum um kaupstaði, sem munu falla úr gildi, ef samþ. verður frv. til laga um sveitarstjórnir, sem nú er til umr. á hv. Alþ. Er það af þessum sökum, sem þetta frv. er flutt, enda virðist þetta ákvæði um ráðningu lögreglumanna og lausn þeirra frá störfum eiga frekar heima í lögum um lögreglumenn heldur en í lögum um bæjarstjórnir.