14.03.1961
Neðri deild: 74. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1208 í B-deild Alþingistíðinda. (1109)

180. mál, Seðlabanki Íslands

Frsm. 1. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Síðast þegar þetta mál var hér til umr., bar ég fram fyrirspurnir til hæstv. viðskmrh. út af ummælum, sem féllu hjá honum við 2. umr. málsins. Hann talaði þá um, að það hefði orðið mjög góður árangur af efnahagsráðstöfunum ríkisstj., og ég óskaði eftir því að fá nánari skýringar á þessum orðum hæstv. ráðh. Ég óskaði eftir því, að hann útskýrði það, í hverju þessi góði árangur væri fólginn. Ég sagði frá því, hvernig ýmsir þættir þeirra mála kæmu mér fyrir sjónir, og ég sé ekki ástæðu til að endurtaka það. En ég vildi mjög mælast til þess, að hæstv. ráðh. svaraði fyrirspurn minni, áður en umr. um málið lýkur hér í deildinni.