14.03.1961
Neðri deild: 74. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1209 í B-deild Alþingistíðinda. (1110)

180. mál, Seðlabanki Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég minnist fyrirspurna hv. þm., þegar mál þetta var hér síðast til umr., en get vitnað til ræðu, sem ég flutti í gærkvöld í sameinuðu Alþingi í umr. um till. stjórnarandstæðinga um vantraust á ríkisstj., þar sem einmitt einn kaflinn fjallaði um skoðun mína á því, í hverju hinn góði árangur af stefnu núv. ríkisstj. væri fólginn. Kafli ræðunnar var upptalning í sex liðum, þar sem ég taldi upp þau atriði, sem ég taldi einna gleggst bera vott um, að rétt horfði hjá núv. ríkisstj., og ég vísa til þessara svara.