15.12.1960
Neðri deild: 39. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1317 í B-deild Alþingistíðinda. (1255)

121. mál, sementsverksmiðja

Frsm. (Jóhann Hafatein):

Herra forseti. Fjhn. hefur orðið sammála um að leggja til, að þetta frv. verði samþ.

Eins og fram kemur í grg. frv., hef ég ásamt núv. hæstv. landbrh. á sínum tíma flutt hér áður sams konar frv. og með sömu rökum eins og nú eru aðalrökin fyrir því, að við leggjum til, að frv. verði samþ., þ.e. að hér sé um að ræða eitt af þeim stóru ríkisfyrirtækjum, svipað og síldarverksmiðjur og önnur slík fyrirtæki, sem væru svo stór í sniðum og þess eðlis, að eðlilegt væri, að Alþingi ætti hlut að máli um skipun stjórnar þeirra, og þá jafnframt með þeim hætti, að eins og Alþingi væri skipað, gæfist einnig aðstaða til þess, að sem flestir stjórnmálaflokkar eða allir, sem eiga fulltrúa á þingi, hefðu þarna sína fulltrúa. Það mætti segja, að slíku fyrirtæki væri kannske hægt að stjórna með eitthvað færri mönnum, en það er nú lagt til hér, að það séu 5 menn í stjórninni, út frá þessum sjónarmiðum, sem ég nú greindi.

Ég held, að ég þurfi ekki að hafa fleiri orð um þetta, en eins og ég sagði, er það sameiginleg skoðun fjhn.-manna að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.