03.02.1961
Efri deild: 52. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1337 í B-deild Alþingistíðinda. (1323)

158. mál, sóknargjöld

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Eins og ég gat um, þegar ég fylgdi þessu frv. úr hlaði með örfáum orðum, þegar það var hér til 1. umr. í hv. d., þá hefur fjhn. haft frv. til nokkurrar athugunar síðan, og er nefndin öll sammála um að leggja fram þá brtt., sem útbýtt hefur verið á þskj. 323. En brtt. er þess efnis, að hækkun á lágmarksákvæðum um sóknargjöld fellur niður. Nefndin telur ekki ástæðu til þess, hvað sem líður spurningunni um það, hvort ástæða sé til að heimila hækkun á sóknargjöldunum, að sú hækkun nái til lágmarksákvæða. Að öðru leyti er efnisleg afstaða n. til frv. sú, að hv. 5. þm. Norðurl. e. (BjörnJ) hefur óbundnar hendur um afstöðu til þess, en aðrir nm. mæla með samþykkt þess svo breytts sem vera mundi, ef brtt. n. á þskj. 323 verður samþykkt.