07.12.1960
Sameinað þing: 21. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í B-deild Alþingistíðinda. (135)

113. mál, fjáraukalög 1959

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1959 er samið eftir ríkisreikningi fyrir það ár. Að venju hafa yfirskoðunarmenn ríkisreikninganna afhent tillögur sínar til fjmrn. um fjárveitingar á fjáraukalögum, og hafa þeir lagt til, að aukafjárveitingar séu veittar fyrir þeim umframgreiðslum, sem ríkisreikningurinn sýnir. Frv. er sem sagt samið í samræmi við þær tillögur.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og fjvn.