15.12.1960
Sameinað þing: 24. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í B-deild Alþingistíðinda. (138)

113. mál, fjáraukalög 1959

Jón Pálmason:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð, sem ég vildi segja í tilefni af einni setningu, sem fram kom í ræðu hv. frsm. fjvn. Þegar hann nefndi, að fjvn. hefði rætt það, að ekki væru allir liðir teknir með, t.d. ekki alþingiskostnaður, þá er það að segja, að það hefur aldrei verið í tugi ára, að það væri leitað viðbótarfjárveitingar fyrir gjöld, sem alþingiskostnaður fer fram úr áætlun, því að það er Alþingi sjálft, sem hér á hlut að máli, og það þarf ekki að leita samþykkis fyrir þeirri fjárveitingu, sem þess eigin kostnaður fer fram úr áætlun. Um þetta var einu sinni deila hér, og siðan hefur því ekki verið hreyft, að það þyrfti að leita aukafjárveitingar, hvað mikið sem alþingiskostnaður færi fram úr áætlun. Ég vildi aðeins taka þetta fram, til þess að það valdi ekki misskilningi, að það sé einhver vanræksla af hálfu okkar yfirskoðunarmanna að hafa ekki lagt til, að þessi liður væri einnig tekinn með.