21.03.1961
Neðri deild: 79. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1410 í B-deild Alþingistíðinda. (1514)

173. mál, sveitarstjórnarlög

Jón Pálmason:

Herra forseti. Það er aðeins örstutt aths., sem ég vildi hér gera, og það er út af 16. brtt. hv. n. Hún er ekki til bóta og stenzt raunverulega ekki. Sú regla hefur verið viðhöfð, þegar tilnefndir eru hreppstjórar í sýslunefndum, að þeir eru skoðaðir rétt kjörnir, sem flest fá atkv., og ástæðulaust að vera að breyta þeirri reglu. En að till. stenzt ekki, byggist á því, að það er alveg eins í sýslunefndum og bæjarstjórnum og hreppsnefndum heimilað að hafa hlutfallskosningu, og ef hlutfallskosningar eru hafðar við um val hreppstjóraefna, þá leiðir það af sjálfu sér, að ef mínni hl. kemur að einum manni, þá hefur hann ekki meiri hluta atkv. allra sýslunefndarmanna. Ég vil þess vegna fara fram á það við hv. n., að hún taki þessa till. aftur, því að hún er alveg óþörf, því að um þetta gilda og eiga að gilda sömu reglur sem um allar kosningar í sveitarog bæjarstjórnum og í sýslunefndum, enda er það alltaf varasamt fyrir þingnefndir að breyta til um frv., sem hafa verið jafnþrautundirbúin og þetta frv.