28.03.1961
Sameinað þing: 60. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1635 í B-deild Alþingistíðinda. (1600)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (FS):

Umræðunum í kvöld verður hagað með þeim hætti, að hver þingflokkur hefur 45 mínútna ræðutíma, sem skiptist í þrjár umferðir, 20 mín., 15 mín. og 10 mín. Röð flokkanna er þessi: Framsfl., Alþfl., Alþb., Sjálfstfl. Ræðumenn verða þessir: Fyrir Framsfl.: Helgi Bergs, Sigurvin Einarsson, Ólafur Jóhannesson. Fyrir Alþfl.: Sigurður Ingimundarson, Friðjón Skarphéðinsson, Emil Jónsson. Fyrir Alþb.: Alfreð Gíslason, Lúðvík Jósefsson, Hannibal Valdimarsson. Fyrir Sjálfstfl.: Birgir Kjaran, Ragnhildur Helgadóttir, Magnús Jónsson, Ingólfur Jónsson.

Umr. hefjast nú með því, að til máls tekur ræðumaður Framsfl., hv. 2. þm. Sunnl., Helgi Bergs.