14.11.1960
Efri deild: 21. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1700 í B-deild Alþingistíðinda. (1616)

Fyrirspurninr um stórnarráðstafanir

Finnbogi R. Valdimarsson:

Herra forseti. Ég get verið stuttorður um þetta svar hæstv. dómsmrh. Það má þá skilja það svo, að þær ákvarðanir, sem kunna að hafa verið teknar í þessu máli, hafi verið teknar án hans afskipta og án hans ábyrgðar. En þá er spurningin, hvar ábyrgðin liggur, og ég óska eftir því, að þingheimi verði gefin skýrsla um þetta atvik, hvað hafi komið fyrir og hver beri ábyrgðina. Er það forstjóri landhelgisgæzlunnar; sem ber ábyrgðina á þeim fyrirskipunum, sem hann hefur gefið, ef hann hefur ekki borið sig saman við yfirmann sinn, hæstv. dómsmrh.?