06.12.1960
Neðri deild: 33. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1727 í B-deild Alþingistíðinda. (1641)

Fyrirspurninr um stórnarráðstafanir

Eysteinn Jónsson:

Ég vænti, að hæstv. ráðh. sjái, að það var ekki óþarft að spyrja um það, sem ég spurði, vegna þess, hversu liðið er orðið á árið. En ég vil líta þannig á af því, sem hæstv. ráðh. sagði, að viðhorfið í þessum málum sé óbreytt eins og hann áður hefur lýst því, að hæstv. ríkisstj. muni sjá um, að sjóðirnir fái það fé, sem þeir þurfa til að geta lánað fyrir áramót eins og áður. Ég vil mega líta svo á, að orð hans, þótt óljós væru, væru staðfesting á því, að þetta yrði gert, og vænti, að hann leiðrétti, ef þetta er á misskilningi byggt. Ég spurði vegna þess, að það er að verða hver síðastur að ganga í að útvega þetta fé, ef á að vera hægt að afgreiða lán eins og vant er fyrir áramót. Það ætla ég, að hæstv. ráðh. geri sér alveg ljóst.