31.01.1961
Efri deild: 50. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1729 í B-deild Alþingistíðinda. (1643)

Fyrirspurninr um stórnarráðstafanir

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Vegna þess að ég var hér staddur í deildinni af tilviljun og hlustaði á mál hv. 3. þm. Norðurl. v., get ég ekki látið vera að mótmæla þeim orðum, að hér hafi átt sér stað nokkur mistök, hvað þá trúnaðarbrot, eins og hv. þm. gaf í skyn. Það er hvorki á móti neinum lagaboðum né venju, sem hér hefur verið brotið. Það er þvert á móti hægt að nefna mörg dæmi þess, að á almennum fundum hefur af hálfu aðstandenda mála verið gerð grein fyrir þeim, áður en þau voru lögð fyrir Alþingi. Það mál, sem hér um ræðir, hefur að sjálfsögðu verið til athugunar ekki aðeins hjá ríkisstj., heldur innan flokka hennar og hjá þeim, sem sérstaklega hafa verið til kvaddir um það að fjalla, og í frásögn hefur ekki um neitt verið farið umfram það að segja frá meginstefnu, sem fylgt er í því máli, sem hv. þm. gerði að umræðuefni. Það er þess vegna á algerlega röngum forsendum byggð hans ádeila og sannast sagt stórfurðulegt að heyra, að hann, svo mikilsvirtur þingmaður, skuli láta út úr sér þau harðyrði, sem hann gerði.