07.11.1960
Sameinað þing: 11. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1740 í B-deild Alþingistíðinda. (1657)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Alfreð Gíslason bæjarfógeti):

Herra forseti. Hér liggja fyrir tvö bréf: Annað frá hv. 3. þm. Reykv. (EOl), þar sem hann óskar eftir, að varaþm., frú Margrét Sigurðardóttir, taki sæti hans á Alþ, vegna brottfarar af landinu. Og annað bréf, þar sem tilkynnt er, að hv. 1. þm. Vestf. (GíslJ) verði að hverfa af þingi um hríð vegna veikinda, og er þess óskað, að varaþm. Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi taki sæti hans á þingi, og er það Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem er 2. varaþm. flokksins í því kjördæmi, en 1. varamaður, Sigurður Bjarnason, er erlendis.

Kjörbréfanefndin hefur yfirfarið kjörbréfin og ekkert fundið við þau athugavert, og hún leggur einróma til, að kosning þessara þm. verði tekin gild og kjörbréfin samþykkt.