14.11.1960
Neðri deild: 21. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1741 í B-deild Alþingistíðinda. (1660)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (BGr):

Borizt hefur svo hljóðandi bréf :

„Reykjavík, 11. nóv. 1960.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og verð fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér hér með, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að fara þess á leit, að varamaður, Geir Hallgrímsson borgarstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Jóhann Hafstein,

5. þm. Reykv.

Þar sem kjörbréf Geirs Hallgrímssonar hefur verið afgreitt, tekur hann sæti í deildinni, og býð ég hann velkominn til þingstarfa.