18.11.1960
Sameinað þing: 16. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1741 í B-deild Alþingistíðinda. (1663)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefndin hefur komið saman á fund og athugað kjörbréf fyrir Valtý Guðjónsson forstjóra, Keflavík, sem óskað er eftir að taki sæti á Alþ. í forföllum 4. þm. Reykn., Jóns Skaftasonar. Kjörbréfanefndin hefur ekki séð neina agnúa á kosningunni né á kjörbréfinu og leggur því einróma til, að kosningin sé tekin gild og kjörbréfið samþykkt.