08.02.1961
Sameinað þing: 37. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1745 í B-deild Alþingistíðinda. (1677)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (FS):

Tekur Jón Kjartansson nú sæti Alþingi, og býð ég hann velkominn.

Forseti (FS): Frá forseta Nd. hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 6. febr. 1961.

Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Eysteini Jónssyni, 1. þm. Austf.:

„Þar sem ég ligg rúmfastur á sjúkrahúsi vegna slyss og get þess vegna ekki gegnt þingstörfum næstu vikur, leyfi ég mér hér með að óska þess, að varamaður taki sæti mitt á Alþingi samkv. 138. gr. laga um kosningar til Alþingis.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jóhann Hafstein, forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs þings.“

Með bréfi þessu fylgja tvö símskeyti til þingflokks Framsfl. Hið fyrra frá Björgvin Jónssyni á þessa leið:

„Vegna mikilla starfsanna get ég ekki mætt til þingsetu næstu vikur.

Björgvin Jónsson.“

Og frá Vilhjálmi Hjálmarssyni:

„Af óviðráðanlegum ástæðum get ég eigi tekið sæti á Alþ. í forföllum Eysteins Jónssonar.

Vilhjálmur Hjálmarsson.“

Undirskrift staðfestir Jón Sveinsson stöðvarstjóri.

Enn fremur fylgir með bréfi þessu kjörbréf, gefið út af yfirkjörstjórn Austurlandskjördæmis 27. okt. 1959 til handa Páli Metúsalemssyni bónda á Refsstað í Vopnafirði, sem er þriðji varaþingmaður Framsfl. í Austurlandskjördæmi.

Hlé verður nú gert á fundinum í nokkrar mínútur, meðan kjörbréfanefnd rannsakar kjörbréfið. — [Fundarhlé.]