06.03.1961
Sameinað þing: 46. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1748 í B-deild Alþingistíðinda. (1686)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (FS):

Borizt hefur svofellt bréf frá forseta neðri deildar:

„Björn Fr. Björnsson, 4. þm. Sunnl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Vegna embættisanna heima í héraði mun ég ekki geta sinnt þingstörfum nú um skeið. Óska ég því þess, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að fyrsti varaþingmaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Helgi Bergs verkfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt. Jóhann Hafstein, forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs þings.“

Kjörbréf Helga Bergs hefur áður verið rannsakað og metið gilt, og tekur hann því nú sæti á Alþingi, og býð ég hann velkominn.