20.02.1961
Efri deild: 63. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í C-deild Alþingistíðinda. (1774)

194. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Út af fram kominni dagskrártill. um þetta mál vildi ég einungis láta þess getið, að ég fæ ekki séð, að það skipti neinu máli til eða frá, hvort þetta frv., sem er á dagskrá, verður lögfest eða ekki, vegna þess að ætla má, að það fari ekki fram kosningar sýslunefnda nú í allra næstu framtíð eða þar til ný og endurskoðuð löggjöf um sveitarstjórnarkosningar hefur verið lögfest.

Ég mun því ekki andmæla dagskrártill. og væntanlega greiða henni atkvæði, því að það má segja, að það fari bezt á því að gera einróið að því að endurbæta lögin um sveitarstjórnarkosningar. Ég vil aðeins geta þess, að mér er kunnugt um það, að þessi endurskoðun er þegar hafin á vegum félmrn., þannig að gera má ráð fyrir, að frv. til nýrra laga um sveitarstjórnarkosningar verði lagt fyrir næsta Alþingi.