15.11.1960
Neðri deild: 22. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í C-deild Alþingistíðinda. (1844)

100. mál, fæðingarorlof

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég tel það stóran galla á þessu frv., að samkvæmt því eiga aðeins þær konur, sem taka laun fyrir vinnu sína, að njóta þeirra fríðinda, sem frv. gerir ráð fyrir.

Þær húsmæður, sem vinna allt sitt starf á heimilunum, við heimilishaldið og við uppeldi barna sinna, gegna ákaflega þýðingarmiklum störfum í þjóðfélaginu, og ég tel það óréttmætt, að þær konur séu settar skör lægra en aðrar. Ég vildi aðeins vekja athygli á þessu nú þegar við 1. umr. málsins og beina því til þeirrar nefndar, sem um það fjallar, að íhuga það.