02.03.1961
Neðri deild: 71. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 192 í C-deild Alþingistíðinda. (1880)

7. mál, löggilding bifreiðaverkstæða

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég fór við umr. hér áðan fram á það við hv. frsm. n. að óska eftir, að þessari umr. yrði frestað, og ef hv. frsm. vildi ekki verða við því, hvort hæstv. forseti vildi ekki fresta umr. og gefa tækifæri til þess að semja brtt. við frv. Nú sé ég, að hæstv. forseti hefur ekki viljað verða við þeim tilmælum, því að hann skýrði hér frá því, að umr. um þetta væri lokið, og mér skilst, að það sé af því, að hæstv. forseti vilji þá ekki verða við þeim tilmælum að fresta þessari umr., svo að það gefist tími til þess að athuga málið nánar, áður en það gengi til 3. umr. Vildi ég gjarnan heyra álit forseta um það, því að annars held ég áfram minni ræðu. (Forseti: Umr. um þetta mál mun verða frestað.)