23.02.1961
Neðri deild: 68. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í C-deild Alþingistíðinda. (1890)

8. mál, Iðnaðarmálastofnun Íslands

Þórarinn Þórarinsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins í framhaldi af því, sem hæstv. ráðh. sagði, og því, sem ég hef hér áður sagt, endurtaka það, að ég teldi, að það væri gagnlegt og gæti komið að verulegum notum, að frv. um rannsóknarstofnun ríkisins, sem atvinnumálanefndin hefur samið, yrði lagt fram nú á þessu þingi, jafnvel þó að það yrði ekki afgreitt, vegna þess að ég tel þetta mál vera það mikilvægt og margþætt, að það væru ekki óeðlileg vinnubrögð, að það væri til meðferðar á tveimur þingum, þannig að t.d. þm. gætu haft aðstöðu til þess að athuga þetta mál nánar á milli þinga. Þess vegna vil ég vænta þess, að ríkisstj. sjái sér fært að leggja þetta frv. fram nú á þessu þingi, jafnvel þó að hún ætlist ekki til þess, að það verði afgreitt að þessu sinni.