30.01.1961
Efri deild: 49. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 273 í C-deild Alþingistíðinda. (1945)

170. mál, skipti á dánarbúum og félagsbúum

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Frv. þetta fylgir frv. um erfðalög, sem ég gerði áðan grein fyrir, og fjallar sjálft um breytingu á skiptalögunum frá 1878, og er efni þess, að ef í búi eru munir, sem hafa sérstakt minjagildi fyrir tiltekna fjölskyldu, og eiga þá erfingjar, sem teljast til þeirrar fjölskyldu, forgangsrétt til muna þessara. Þetta sýnist vera eðlilegt og sanngjarnt ákvæði. Það haggar ekki neinu um verðmæti þau, sem hver um sig á rétt til að erfa úr búinu, heldur einungis hvernig það eigi að ganga upp í arfahlut hvers um sig, og er þá eðlilegt, að þeir hlutir, sem tengdir eru að minjum við sérstaka fjölskyldu, renni til hennar.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.umr. lokinni.