10.11.1960
Efri deild: 19. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 841 í C-deild Alþingistíðinda. (2271)

68. mál, Ræktunarsjóður Íslands og Byggingarsjóður sveitabæja

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Ég treysti mér ekki til að flytja mál mitt nema hæstv. viðskmrh. sé í d., þar sem ég þarf aðallega að ræða við hann, og óska ég eftir því, að hann verði sóttur ellegar þessari umr. verði frestað að öðrum kosti. (Forseti: Í tilefni þessa vil ég segja frá því, að ég hef ekki neina hugmynd um, hvar hæstv. viðskmrh. er staddur, en hér var hæstv. landbrh., og ég stóð í þeirri meiningu, að það mundi e.t.v. vera nægilegt, en fyrst svona stendur á —) Það er ekki nægilegt, þar sem hæstv. viðskmrh. er aðalforsvarsmaður ríkisst,j. í þessu máli. (Forseti: Þá þykir mér rétt að verða við óskum hv. þm. og fresta þá umr.)