19.12.1960
Sameinað þing: 26. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í B-deild Alþingistíðinda. (233)

1. mál, fjárlög 1961

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Ég verð að lýsa undrun minni yfir þessum umr. Hv. formaður fjvn. hefur skotið því til hæstv. forseta, hvort hæstv. forseti telji, að ákveðnar tillögur geti þingsköpum samkvæmt komið hér til atkv. Hæstv. forseti hefur lýst sinni skoðun.

Hv. 1. flm. þessara tillagna kemur hér upp og segir: „Ég véfengi ekki þennan úrskurð“, en byrjar svo almennar vantraustsyfirlýsingar til fyrrv. og jafnvel núv. stjórnar. Hvað á svona að þýða? Málið er tæmt, og okkur er vansæmd að slíkum umr, sem hann reynir að halda hér uppl. Ef menn hafa sakir á ríkisstj., þá er að bera þær fram á eðlilegan hátt, en ekki í sambandi við þennan forsetaúrskurð, Ég mælist því til, að forseti leyfi ekki frekari tafir við afgreiðslu fjárlaga. Ég hef aldrei heyrt borið fram vantraust á ríkisstj. í miðjum umr. eða í miðri atkvgr. um fjárlögin.