20.12.1960
Sameinað þing: 29. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í D-deild Alþingistíðinda. (2349)

141. mál, frestun á fundum Alþingis

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Það er aðeins örstutt til að lýsa yfir því, að við í Framsfl. erum ekki samþykkir þeirri þáltill., sem hér liggur fyrir, og munum þess vegna greiða atkv. gegn henni. Ástæðurnar eru þær, að eins og við vitum hafa staðið yfir og standa enn samningar um landhelgismálið við Breta. Það var von manna, að gefin yrði skýrsla hér í þinginu um þá samninga. en það hefur ekki orðið. Við vitum ekki annað en þeir samningar standi yfir enn, og með tilliti til þess viljum við ekki eiga þátt í því að fresta þingi og munum því verða á móti ályktuninni. Við teljum, að við þessar ástæður hefði verið alveg nægilegt að veita stutt jólaleyfi með því að fresta fundum Alþingis án þál. Hér kemur einnig til, að við erum ekki samþykkir því, að hæstv. ríkisstj. fái þann möguleika til að gefa út brbl., sem það gefur að samþykkja þessa frestun.