08.02.1961
Sameinað þing: 37. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í D-deild Alþingistíðinda. (2368)

65. mál, umferðaröryggi á leiðinni Reykjavík -- Hafnarfjörður

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér fyrir hönd flm. að þakka hv. fjvn. fyrir þá afgreiðslu, sem þessi till. hefur fengið. Við hlýddum á smákafla úr bréfi frá vegamálastjóra, sem réttilega hefur staðfest það, sem fram kom í grg. þeirri. sem fyrir þessari till. var gerð. Engu að síður tel ég rétt, að þessari till. verði sinnt, og þau atvik, sem fyrir hafa komið, allt frá því að þessi till. kom hér fram, fram á þennan dag, sýna ljóslega, að hér er um stórvægilega hættu að ræða fyrir þá, sem um þennan veg fara, því að ég má segja, að það sé rétt, að á þessum stutta tíma, sem þessi till. hefur verið hér til afgreiðslu í hv. Alþ., hafi átt sér stað á þessari leið tvö dauðaslys og eitt meiri háttar slys til viðbótar. — Ég vil svo þakka nefndinni þessa afgreiðslu.