26.10.1960
Sameinað þing: 7. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í D-deild Alþingistíðinda. (2452)

63. mál, rafmagnsmál á Snæfellsnesi

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að tala hér langt mál, en aðeins lýsa ánægju minni yfir því, að þessi till. skuli vera fram komin, og sérstaklega því, að hún skuli vera flutt af Alþfl.-manni, því að meðan Alþfl.-stjórnin sat að völdum árið 1959, tók hún sig til og gerbreytti ýmsu í framkvæmdaáætlun í raforkumálum. sem m.a. gerði það að verkum, að það truflaði þá áætlun, sem gerð hafði verið um framkvæmdir í raforkumálum á Snæfellsnesi. Það fer því vel á því, að þeir sjái sig nú um hönd og ætli að bæta eitthvað um það, sem vangert hefur verið af þeirra hendi. Og vonandi reynist það betur, ef eitthvað verður að gert, heldur en það, sem áður hefur verið gert af hálfu Alþfl. í raforkumálum Snæfellinga.