22.03.1961
Sameinað þing: 55. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 488 í D-deild Alþingistíðinda. (2460)

63. mál, rafmagnsmál á Snæfellsnesi

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð í tilefni þessarar fsp.

Eins og fram hefur komið bæði hér áðan og eins á síðasta þingi, hefur raforkumálastjóra verið falið að gera heildaráætlun yfir allt landið um framkvæmd á raforkumálum í þeim héruðum, sem ná ekki til 10 ára áætlunarinnar. Og þó að þessar till. verði samþykktar, sem hér um ræðir, þá geta þær ekki haft þau áhrif, að þeirri heildaráætlun verði ekki haldið áfram, eins og fyrir hefur verið lagt. Ég sé því ekki, að þótt till. eins og þessi, sem nú er verið að ræða um, verði samþykkt, að þá spilli hún neitt fyrir því, að heildaráætlun verði gerð, — alls ekki. Það hefur, eins og áður er sagt, verið lagt fyrir raforkumálastjóra að gera heildaráætlun, hraða því, eins og mögulegt er, og till. sem þessi, þótt hún verði samþykkt, hefur engin áhrif á það, að það verði gert.