15.02.1961
Sameinað þing: 39. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 498 í D-deild Alþingistíðinda. (2487)

127. mál, sameining löggæslu og tollgæslu

Gunnar Gíslason:

Herra forseti. Á fyrri hluta þessa þings flutti hv. 4. þm. Norðurl. v., Einar Ingimundarson, till. hér í Sþ., sem er á þskj. 182 og fjallar um sameiningu löggæzlu og tollgæzlu, og hljóðar tillögugreinin þannig:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta., svo fljótt sem auðið er og að svo miklu leyti sem auðið er, sameina almenna löggæzlu og tollgæzlu í hinum stærri kaupstöðum landsins.“

Ég læt mér nægja að vísa til grg. hv, flm. fyrir till. Hann leggur áherzlu á, að hann telji eðlilegt, að náin samvinna og samstarf sé með starfsmönnum hinnar almennu löggæzlu og tollgæzlunnar á hverjum stað, en eins og þessi mál séu nú í framkvæmd, skorti nokkuð á, að um slíkt samstarf sé að ræða, a.m.k. alls staðar. Enn fremur bendir hv. flm. á, að með bættri skipan þessara mála mætti koma á nokkrum sparnaði, t.d. með því, að lögreglumenn gætu á vissum stöðum annazt tollgæzluna. Ég viðurkenni það, að ég er ekki mikið inn í þessum málum, tók aðeins að mér að freista þess að koma þessari till. til nefndar, og ég legg til. hæstv. forseti, að umr. verði frestað og till. vísað til hv. fjvn.