22.03.1961
Sameinað þing: 55. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 536 í D-deild Alþingistíðinda. (2543)

46. mál, verndun geitfjárstofnsins

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Hinn 14. okt. árið 1960 var útbýtt á Alþingi till. til. þál. á þskj. 46 um verndun geitfjárstofnsins. Voru þrír flm. að þessari till., og var ég einn þeirra. Þetta er, eins og raðtala málsins ber með sér, eitt af fyrstu málunum, sem lögð voru fyrir þetta þing á s.l. hausti. Hinn 26. okt. var þessu máli visað til hv. fjvn., en sú hv. n. hefur ekki skilað áliti um málið. Nú er 22. marz 1961, og er talið, að þingi muni nú senn ljúka. Þykir mér því ástæða til að mælast til þess við hæstv. forseta, að hann sjái um, að hv. n. skilji allt um þessa till. og taki málið á dagskrá, þannig að það megi hljóta afgreiðslu þingsins. Þetta mun ef til vill af ýmsum ekki vera talið stórmál, en það er ekki heldur vandasamt eða flókið mál, þannig að það ætti ekki að vera erfitt fyrir slíka nefnd að gera sér grein fyrir því eða taka afstöðu til þess. En málið er þannig vaxið, að ef Alþingi vill láta þar eitthvað til sín taka, þá þolir það ekki bið.