28.03.1961
Sameinað þing: 58. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í D-deild Alþingistíðinda. (2635)

219. mál, sjálfvirkt símakerfi

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Erindi mitt upp í ræðustólinn var ekki að fara að tala sérstaklega um símastúlkurnar, þó að ég hafi ekki af þeim minni kynni en aðrir menn og hef m.a. fylgt þeirri reglu eða komið því í framkvæmd að taka eina út úr störfum og láta hana fá önnur störf. En ég ætla, að því leyti sem ég var flm. einnar þeirrar till., sem fær afgreiðslu með þessari till. allshn., að þakka n. fyrir afgreiðsluna og tel, að málið sé vel á veg komið og þetta muni flýta fyrir þeirri afgreiðslu á því máli. sem ég flutti og 1. þm. Vesturl., og er því ánægður með það.