25.01.1961
Sameinað þing: 34. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í D-deild Alþingistíðinda. (2675)

149. mál, jafnvægi í byggð landsins

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég gat því miður ekki verið viðstaddur, þegar umr. þessa máls hófst, af því að ég þurfti að vera á öðrum fundi hér í þinghúsinu. En ég heyri það af því, sem hér hefur verið sagt, síðan ég kom á fundinn, að umr. hafa snúizt eitthvað um meðferð frv. á Alþingi árið 1956, sem var frv. um, — ég man nú ekki gerla, hvernig heiti málsins var, en það var frv. um ráðstafanir til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, sem samið var af svokallaðri jafnvægisnefnd, sem við hv. 1. þm. Vestf. vorum í. Við sömdum þetta frv., og það var síðan lagt fyrir þingið af þáv. hæstv. ríkisstj. Ég held nú reyndar, að það snerti ekki mikið þetta mál. sem hér liggur fyrir, að vera að deila um meðferð þess máls á Alþingi árið 1956, en ef ég man rétt, þá bar það mál þannig að, að frv. var til meðferðar hér í hv. Nd. og þá voru bornar fram við frv. brtt., sem m.a. fólu í sér heimild til ríkisstj. til skipakaupa til atvinnuaukningar. Þessar tillögur voru samþ. og frv. þannig nokkuð breytt í meðferð d. Þá ætla ég. að það hafi gerzt í málinu, að hæstv. forsrh. þáv., sem stóð að frv. fyrir hönd ríkisstj. og hafði upphaflega mælt fyrir því, hætti að fylgja málinu fram, taldi, að frv. hefði breytzt svo mikið, að hann væri ekki reiðubúinn til þess á þeirri stundu. Þá var komið undir þinglok, og þannig dagaði málið uppi. Þetta held ég að sé það rétta um málið, eins og það liggur fyrir hér í skjölum þingsins og í Alþingistíðindum. Ekki meira um það. Ég skal ekki leggja neitt út af þessu. Þetta hygg ég að hafi verið meðferð málsins, og á þessu stigi málsins ætla ég ekki að deila á einn eða neinn fyrir það, að frv. dagaði uppi, þegar meðferð þess var orðin á þá leið, sem nú hefur verið sagt. Ég ætla, að þáv. hæstv. forsrh., sem einnig nú er forsrh., minnist þessa eða a.m.k. geti sannfært sig um, að hér er rétt frá skýrt.

En í sambandi við þessa till., sem hér liggur fyrir um ráðstafanir til framleiðsluaukningar og jafnvægis í byggð landsins, vil ég segja það, að ég veit ekki. hvað fyrir hv. flm. vakir. sem að þessari till. standa. Mér sýnist hún koma fram hér sem eins konar dagskrá við frv., sem nú liggur fyrir í Ed. um framleiðslu- og atvinnuaukningarsjóð og ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Hins vegar er það dálítið óvenjulegt, að dagskrá sé flutt í Sþ. við frv., sem hefur verið flutt í deild. En mér sýnist, að samþykkt þessarar till. í Sþ. gæti, ef hún yrði samþ., verið túlkuð sem dagskrá við þetta frv.. og þá væri með því að samþykkja þessa till. verið að víkja því frv. frá frekari meðferð þingsins. Það teldi ég mjög illa farið. Hitt finnst mér að væri viðkunnanlegra. að hv. Ed. gengi að því að afgreiða það frv., sem nú liggur fyrir um framleiðslu- og atvinnuaukningarsjóð og ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Það frv. er nú flutt í annað sinn. Það var flutt í hv. Ed. í fyrra og aftur nú, og frv., sem fór nokkuð í sömu átt, var áður flutt á þingi af nokkrum hv. þm. úr Sjálfstfl. Þetta mál sýnist því í raun og veru orðið það mikið undirbúið og það mikið hugsað meðal þm., að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að hv. Ed. gæti afgreitt frv. nú á þessu þingi á einhvern hátt. Á þetta vildi ég leyfa mér að benda, sérstaklega þeim hv. þm. úr Ed., sem nú sitja hér fund Sþ., að það er í raun og veru þeirra að afgreiða þetta jafnvægismál og stofnun framleiðslu- og atvinnuaukningarsjóðs á jákvæðan hátt, ef menn vilja ekki fara að draga það von úr viti að gera það.

Þessari till. verður nú sjálfsagt vísað til n. Ég heyrði ekki, hvað flm. lagði til um það, til hvaða n. henni yrði vísað. (Gripið fram í.) Það er til allshn. Það vill nú svo til, að ég á sæti í þeirri nefnd, allshn. Sþ., og ég get þá líka geymt að ræða till. frekar, en vildi ekki láta hjá líða nú þegar að benda á þetta, sem ég nú hef sagt um það samband, sem mér sýnist vera, hvort sem það er fyrirhugað af flm. eða ekki, milli frv. í Ed. og þessarar þáltill., sem hér liggur fyrir.