01.02.1961
Sameinað þing: 35. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í D-deild Alþingistíðinda. (2945)

146. mál, sjálfvirk símstöð í Borgarnesi

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég tók eftir því, að hv. frsm. óskaði eftir því, að þessari till. yrði vísað til hv. fjvn. Ég hef út af fyrir sig ekkert við það að athuga, að sú nefnd fái málið til athugunar, en ég vildi leyfa mér að benda á, að það eru a.m.k. tvær eða þrjár till. sama efnis, sem þegar liggja fyrir hv. allshn., og allshn. hefur gert ráðstafanir til þess að ræða þessi mál á næsta fundi við póst- og símamálastjóra. Mér þætti því ekki óeðlilegt, að þessu máli væri einnig vísað til þessarar nefndar. Ég vildi gjarnan spyrja hv. flm., hvort hann hefði nokkuð við það að athuga. Ég tel aðeins, að þessi háttur sé betri. að hafa sams konar mál í sömu nefnd, heldur en vera að vísa þeim til mismunandi nefnda.