22.03.1961
Sameinað þing: 55. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 981 í D-deild Alþingistíðinda. (3002)

197. mál, gatnagerð úr steinsteypu

Flm. (Benedikt (Gröndal):

Herra forseti. Efni þessarar till. er það, að Alþingi álykti að skora á ríkisstj. að greiða fyrir því af fremsta megni, að bæjar- og sveitarfélög geti keypt sement til gatnagerðar af sementsverksmiðju ríkisins með nagkvæmum kaup- og lánskjörum.

Tilefni þess, að till er hér flutt, er tvíþætt. í fyrsta lagi hefur komið fram áhugi hjá ýmsum bæjarfélögum að steinsteypa götur og hafa sum þegar ráðizt í slíka gatnagerð. Þessi áhugi kom mjög skýrt fram á fulltrúafundi Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sem haldinn var í s.l. mánuði, og er í grg. vísað til ályktunar, sem sá fundur gerði um þessi mál. Till er til þess flutt að koma þeirri ályktun á framfæri og leita við hana stuðnings. Í öðru lagi er hagur sementsverksmiðju ríkisins þannig, að hún mun geta framleitt allmiklu meira sement en líklegt er að markaður verði fyrir innanlands á nokkrum næstu árum, nema ný verkefni skapist, eins og veruleg gatna- eða vegagerð. Það mundi því verða verksmiðjunni styrkur, ef hægt væri að stuðla að því að sement frá henni yrði í einhverjum verulegum mæli notað til gatnagerðar eða annara slíkra framkvæmda.

Þetta er efni till, og mun ég ekki hafa um hana fleiri orð. Herra forseti. Ég legg til, að umr. verði frestað og till verði vísað til hv,.fjvn.