27.01.1961
Neðri deild: 51. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1007 í D-deild Alþingistíðinda. (3018)

151. mál, fjárreiður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, skipun nefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar

Flm. (Einar Olgeirsson):

Herra forseti. Ég samgleðst nú hv. 1. þm. Vestf. með, að hann skuli vera búinn að fá málið. Hann hefur nú allan þann tíma, sem hann hefur verið hér í d. hjá okkur, ekkert fengið að tala fyrir sínum flokki, svo að ég gleðst verulega yfir þessu frelsi. að hann skuli nú loksins fá að koma fram. Ég hefði að vísu kosið, að ræða hans hefði verið ofur lítið skynsamlegri, en ég mun samt sem áður sýna honum sem þeim öldungi, sem hann er, þá virðingu að svara henni nú, jafnvel þó að hann hafa farið alllangt út fyrir málið, og reyna að upplýsa hann sem bezt ég get um þessa hluti.

Hann spurði í fyrsta lagi hvers vegna ég hafi aðeins spurt hér um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og um einstaka meðlimi Vinnuveitendasambands Íslands. Það skýrði ég í upphafa minnar ræðu. Ástæðan til þess, að ég bar þetta fram, þó að ég að vísu oft hafa haft hugmyndir um, að það þyrfti máske að athuga þetta betur með Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og fjárfestingu hennar, það var svarið, sem Vinnuveitendasamband Íslands og þess stjórnendur, þar með Sölumiðstöðvarmennirnir, gáfu íslenzku verkalýðshreyfingunni. Það skýrði ég í upphafa míns máls og hélt nú, af því að ég er ekki vanur að draga af því, sem ég segi hér, að það hefði verið nokkurn veginn skýrt. Hins vegar er spurt, af hverju ég hafa ekki tekið Samband ísl. samvinnufélaga með. Vinnumálasamband SÍS stóð ekki að þessu svari. Það kom ekki fram frá þessu hálfu neinn hroki nein slík afturhaldssemi, nein slík neitun eins og frá hálfu Vinnuveitendasambands Íslands um að taka til greina og vilja ræða það, sem verkalýðssamtökin fóru fram á. Hvað snertir almennt aðstöðu til þess að gagnrýna það, sem Samband ísl. samvinnufélaga hefur gert, þá held ég, að ég verði máske manna sízt ásakaður um að hafa ekki gagnrýnt Samband ísl. samvinnufélaga. Ég held jafnvel, að 1. þm. Vestf. mundi varla ásaka mig fyrir það. En þar að auki vil ég láta hann vita, að ég hef aðstöðu og félag, sem ég er í, Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis, það hefur aðstöðu til þess að þá allar þær upplýsingar, sem það vill fá um SÍS, sem eitt kaupfélag í Sambandi ísl. samvinnufélaga, þannig að þar höfum við fullkomlega lýðræðislega aðstöðu til þess að fá að vita, hvað er að gerast í slíkum efnum. (Dómsmrh.: Fenguð þið að vita allt um Esso?) Við spurðum, fengum ekki að vita allt, en ég held, að við höfum fengið eins mikið að vita og hafa verið vitað af vissum forustumönnum SÍS. En ég er hræddur um, að við höfum þá líka gert m.a. ráðstafanir til þess á öðrum vettvangi, ef við höfum ekki fengið nóg að vita þar, að knýja það fram, að það fengist, og ég held að hæstv. dómsmrh, hafa neyðzt að taka tillit til þeirrar viðleitni okkar, þannig að ef við gátum ekki fengið nóg að vita af því, sem við vildum fá að vita á þeim venjulega vettvangi, þá sáum við bara um annan vettvang, og það er nákvæmlega það sama, sem ég er að gera hér núna.

Um Samband ísl. samvinnufélaga gilda lög, og þar er sem sé hægt að fara að lögum. Það getur náttúrulega komið fyrir, að það sé eitthvað misjafnt, og þá beitir maður öðrum aðferðum í sambandi við lögin. En um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eru engin slík lög, og ég hef fyrir mitt leyti enga slíka aðstöðu, þannig að þegar svona hlutir koma fyrir, að ég sé fram á, að allt þjóðfélagið svo að segja stöðvast, allt atvinnulíf stöðvast, þá vil ég fá að vita, hvernig hlutirnir standa viðvíkjandi þessu.

Hvort ég hefði traust eða vantraust á þeim, sem stjórna Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, spurði hv. 1. þm. Vestf. Ég get nú ekki sagt, að ég hafa beint traust á þeim, það væri allt of mikið. En svo óhlutdrægur ætlaði ég að vera í þessu, að ég ætlaði að láta staðreyndirnar tala, og það eina, sem ég fór fram á, var að slá staðreyndirnar í þessu, en sjá þær allar.

Hv. 1. þm. Vestf. sagði, að ég hlyti að geta fengið að víta þetta á skattstofunni og alls staðar í öðrum mögulegum stofnunum. Ég hef nú satt að segja ekki skattstofuna alveg í vasanum, svo að ég geti flett þar upp hverju sem mér þóknast, og þar að auki hef ég eina reynslu, sem kemur máske hv. 1. þm. Vestf. alveg á óvart, að ég er hálfhræddur um — og meira en hálfhræddur, satt að segja, að það sé ekki alveg hundrað prósent öruggt, að öll skattaframtöl á Íslandi hafi alltaf verið alveg fullkomin, svo að ég tali vægt.

Svo fór hv. 1. þm. Vestf. að tala um eitthvað undarlegt, sem stæði í hausnum á mér, hvar verkalýðshreyfingin hefði eiginlega komið nærri dísiltogurum, og eitthvað slíkt. Mér þykir nú satt að segja ákaflega leiðinlegt að þurfa að fræða þennan góða þm., af því að hann hefði satt að segja átt að geta vitað nokkurn veginn um þetta. Ég vil í fyrsta lagi taka fram. og það hélt ég satt að segja að hann væri farinn að skilja, að ég skoða mig sem fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar hér á Alþ., og þegar ég reyni að gera eitthvað, hugsa eitthvað, leggja eitthvað til, þá geri ég það í nafni þeirrar hreyfingar og í nafni þess verkamannaflokks eða verkamannabandalags, sem ég er fulltrúi fyrir.

Ég hélt ræðu 11. sept. 1944, útvarpsræðu, þar sem ég lagði til, hvernig skyldi verja því fé, sem Ísland átti í stríðslok. Ég lagði til m.a., að við keyptum, — og því getur hv. 1. þm. Vestf. flett upp í þingtíðindunum og athugað, — m.a. 20–30 dísiltogara af nýjustu gerð. Og þegar ég segi, að verkalýðsihreyfingin hafa lagt til, að það væru keyptir dísiltogarar og m.a. atvinnurekendur fengju þá í hendur, þá er það þetta, sem ég á við. M.ö.o.: fyrir minn munn leggur íslenzka verkalýðshreyfingin til við atvinnurekendur, að hún kaupi handa íslenzka þjóðarbúinu a.m.k. 20–30 dísiltogara. Síðan gerðist það að stjórnarskipti urðu á Íslandi og verkalýðsflokkarnir báðir tóku þá þátt í stjórn, og ég hafði nokkuð með þá stjórn að gera. Ég var fyrir hennar hönd í nýbyggingarráði. Nýbyggingarráð hélt fund með togaraeigendum í Garðastræti vorið 1945, og ég man eftir þeim fundi enn á. Þó að mig kunni kannske stundum að misminna, þá varð ég svo hissa á þeim fundi, að ég man vel eftir honum síðan. Það var tvennt, sem við lögðum til, við í nýbyggingarráði, við togaraeigendurna, sem þarna voru mættir, og þetta var blóminn úr íslenzkri útgerðarmannastétt. Það var annars vegar, að við keyptum nú jafnvel eina 30 dísiltogara í Englandi, og hins vegar, að við gerðum þetta strax. Afstaða togaraútgerðarmannanna sem þá voru vafalaust eiginlega forustan í íslenzkri atvinnurekendastétt, það voru voldugustu mennirnir, einmitt togaraútgerðarmennirnir, — þeirra skoðun var í fyrsta lagi, að þeir ættu að fá kolatogara. Þeir báru það fyrir sig: Við höfum enga vélstjóra í dísiltogara, og það er svo erfitt með það að fara. Það er langbezt að hafa kolatogara, eins og við höfum haft. — Í öðru lagi sögðu þeir: Við viljum búða í eitt og hálft ár. — Það var raunarsanna afstaða og brezku togaraeigendurnir tóku á þeim tíma. Nýbyggingarráð hins vegar sagði þeim, að við mundum kaupa togarana, þótt þeir væru á móti því, og við mundum ekki hafa það kolatogara. Og í ágústlok 1945 var samið við þær 5 eða 6 skipasmíðastöðvar, sem nýbyggingarráð hafði haft samband við, um kaupum á 30 togurum, og ríkisstj. gaf út brbl. til þess að gera það mögulegt að kaupa þessa 30 togara á 100 millj. kr., sem nýbyggingarráð úr þeim sjóði sem það hafði, setti til ráðstöfunar. Ég fór síðan út fyrir ríkisstj. í septemberbyrjun. Ég vonaðist eftir því, að það yrðu keyptir dísiltogarar eins og var talað um. Það var, gerð málamiðlun á eftir til að ganga nokkuð á móts við útgerðarmennina, heyrði ég, þegar heim kom, að það voru keyptir olíutogarar. Það var náttúrlega hinn mesti munur að fá olíutogarana og dumpa ekki alla leið niður í kolatograra. En svona var afstaðan, að þegar við keyptum samt sem áður tvo dísiltogara, fyrir utan að kaupa í einu 28 olíutogara, þá var það þannig, að það vildi enginn, sem með útgerð hafði að gera, fá dísiltogara, og við settum dísiltogarana á bæjarútgerð Reykjavíkur. Og annar forstjórinn úr bæjarútgerð Reykjavíkur, þegar hann tók við því, ég held að það hafa verið 8 togarar, sem við úthlutuðum bæjarútgerð Reykjavikur, þá þakkaði hann fyrir þessa sex togara, sagðist ekki reikna með þessa sleða tvo, sem við hefðum verið að troða upp á sig, af því að enginn annar vildi þá. Svona voru hleypidómarnir á móti dísiltogurunum þá. Þeir hafa síðan reynzt vel. En þetta segi ég nú vegna þess, þótt undarlegt megi virðast, að þó að hv. 1. þm. Vestf. tali með svona miklum þjósti og jafnvel fyrirlitningu um verkalýðshreyfinguna, þá erum það samt við, þessir fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, sem höfum jafnvel orðið að benda þessum mönnum, sem brautina ruddu á Íslandi í togaraútgerðinni, en vanastir voru þá að kaupa gamla togara frá Bretlandi uppnaflega, — benda þeim á það, sem bezt væri í þessum efnum, og að nota réttu tækifærin í sambandi við það. (GíslJ: Þetta er allt rangt.) Þetta er allt rétt, og ég skora á hv. þm. að hrekja nokkurn skapaðan hlut af þessu. Þetta er allt saman rétt, hvert einasta sem ég hef sagt. Um þetta veit ég, og þetta get ég talað um, þetta hef ég sjálfur reynt allt saman.

Svo kom hv. 1. þm. Vestf. inn á það, að verkalýðshreyfingin hefði boðið þeim lán. Ég sagði nú ekki meira en það, að við hefðum knúið þetta fram líka þeim til hagsmuna, og ég skaut fram í hans ræðu, að ég átti við stofnlánadeildina. Ég veit ekki. hvort hv. 1. þm. Vestf. hefur fylgzt svo vel með. að hann muni það. Við í nýbyggingarráði, eftir minni till. útbjuggum frv. um stofnlánadeild fyrir sjávarútveginn, sem við upphaflega vildum fá við Útvegsbankann, af því að við vildum stækka fiskveiðasjóðinn. Þetta frv. var sent til stjórnar seðladeildar Landsbankans, og í hálft ár stóð í þjarki út af því, að stjórn Landsbankans vildi ekki fallast á þetta frv., og bréfaviðskiptin, sem fóru fram á milli stjórnar Landsbankans og nýbyggingarráðs á þessum tíma, voru gefin út prentuð af atvmrn. Það fór á endanum svo, að okkar menn í ríkisstj., Sósíalistaflokksins, settu þetta frv. inn í þingið, án þess að samkomulag hefði náðst í

ríkisstj., og það tók hálft ár að fá það síðan í gegn hér í þinginu, að fá þetta frv. samþykkt, og fyrst um vorið, rétt undir kosningarnar 1946, er þetta frv. knúið fram móti vilja Landsbankans. Það er slakað það til, að sett er upp stofnlánadeild við Landsbankann í staðinn fyrir við útvegsbankann, en vextirnir voru píndir fram, eins og við höfðum lagt til, 21/2%. allt til þess að gera mögulegt að yfirfæra í íslenzka peninga þessar 100 millj. kr., sem við áttum erlendis og við höfðum keypt togarana fyrir, peninga sem sé, sem voru til og það kostaði Landsbankann ekkert að þurfa að yfirfæra á þennan máta í íslenzka peninga.

Þetta er saga stofnlánadeildarinnar. Þessa baráttu kostaði það við sjálft það vald, sem atvinnurekendurnir, t.d. í Sjálfstfl., höfðu þá yfir að ráða, að knýja þetta fram. Meira að segja þetta, að tryggja íslenzkum atvinnurekendum lán til 15–20 ára með 21/2% vöxtum, urðum við að berja fram með þessu móti. Til allrar hamingju tókst á endanum að sannfæra beztu mennina úr flokki atvinnurekendanna um, að þetta væri skynsamlegt, en slíka baráttu kostaði það.

Svo kemur hv. 1. þm. Vestf. og fer að tala um markaðina, og þá fer hann að tala um, að ég hafa verið með áróður fyrir Sovétríkin. Ég er að vísu reiðubúinn að flytja ýmsan áróður fyrir sósialismann 4 Sovétríkjunum. En ég hef satt að segja alls ekki komið nærri því hér núna, svo að ég skil ekkert, hvað fer í taugarnar á hv. 1. þm. Vestf. það, sem ég var að tala um, var að tryggja markaði fyrir íslenzkan fisk, og mér hefur satt að segja þótt það mikill landvinningur fyrir íslenzkan fisk, að við skulum svo að segja hafa lagt undir okkur Sovétríkin á síðustu 15 árum. Ég hélt satt að segja, að það væri atriði, sem væri frekar að státa af að gera, og ég skil ekki, hvernig það hringsnýst í kollinum á hv. 1. þm. Vestf. að vera áróður fyrir Sovétríkin að koma íslenzkum fiski til Sovétríkjanna og fá menn til þess að borða hann þar, geta skapað Íslandi þau viðskiptasambönd, sem við höfum skapað þar. Þetta er satt að segja í fyrsta skipti, og það undrar mig af svona skynsömum manni, að hann skuli fara að líta niður á það sem eitthvert böl, að Ísland skuli hafa getað lagt undir sig slíkan markað. Víð seldum ekki mikið fyrir styrjöld til þessara landa þarna austur frá. Það var eingöngu svo að segja Pólland og einstöku sinnum síld, sem við gátum selt til Sovétríkjanna, en fiskur okkar var svo að segja gersamlega óþekkt vara í Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu, þannig að mér finnst, að ég hefði átt skilið af hv. 1. þm. Vestf., að hann hældi mér fyrir það, að ég hafi reynt að gera allt, sem í mínu valdi stóð, til þess að skapa íslenzkum atvinnurekendum og íslenzku þjóðanbúi öryggi með því að leggja það litla lið, sem ég gat, til þess að reyna að opna þessa markaði.

Svo kom hv. 1. þm. Vestf. inn á það, hvort verkalýðshreyfingin væri að hjálpa útgerðarmönnum, af því að ég hafði minnzt á, að ég og minn flokkur, Sósfl. og Alþb., við hefðum reynt að gera ýmislegt til þess að greiða fyrir útgerðarmönnum á Íslandi, eins og ég hef þegar sýnt fram á.

Þá fór hann að tala um: Var verkalýðshreyfingin að rétta þeim einhverja bróðurhönd með verkfallinu 1955? Verkalýðshreyfingin var að heyja baráttu í verkfallinu 1955 við atvinnurekendavald, harðvítugt atvinnurekendavald, sem hafði lækkað launin um 20% frá því 1947, þegar hún loksins lét til skarar skríða 1955. Og hvernig fór hún með útgerðina þá? Varð útgerðin fyrir mjög þungum búsifjum af því verkfalli? Þó að verkamenn stæðu í erfiðu verkfalli, þá man ég ekki betur en meginið af bátunum hafa fengið að ganga hér við Faxaflóa, Það hafði verið gerð þar sérstök undanþága, — Það verður þá leiðrétt, ef það er ekki rétt hjá mér.

Ég held, að hv. 1. þm. Vestf. ætti að fara að gæta sín, þegar hann fer að tala um verkföll. Vill hann ekki fara að athuga — og það er rétt að tala dálítið rækilega um það, — vill hann ekki fara að athuga, hverjir það eru, sem standa í verkfalli á Íslandi núna á móti Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og atvinnurekendavaldinu í Reykjavík? Erum það við, sem stjórnum Útvegsbsendafélagi Vestmannaeyja, hv. 1. þm. Vestf.? Ég hélt, að Sjálfstfl. þættist eiga frekar einhver ítök í útgerðarmönnum í Vestmannaeyjum og jafnvel í Vestmannaeyjabæ. Hvað hefur Útvegsbændafélag Vestmanneyinga samþykkt? Það hefur samþykkt að hefja enga róðra, fyrr en það er búið að ná samningum við m.a. fyrirtæki eins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og aðra þá sem ákveða verðlagið á íslenzkum fiski. Af hverju? Af því að Útvegsbændafélag Vestmannaeyja lætur á sig snuðað. Það álítur, að útvegsmenn fái ekki rétt verð fyrir sinn fisk. Og öll útgerð er stöðvuð núna í Vestmannaeyjum vegna þessa. Svo kemur þessi hv. þm., 1. þm. Vestf., og spyr, hvers konar óbótatjón einhverjir voðalegir bolsar séu að vinna þjóðlífinu á Íslandi. Honum er bezt að fara að gæta sín, tala dálítið varlegar. Það eru fleiri en bolsarnir, sem stands í verkfalli núna. Það eru útvegsbændur, sem standa í verkfalli núna á móti hringunum hér í Reykjavík, þeim hringum, sem ég er að heimta rannsókn á. Það er bezt fyrir hann að athuga þetta. Það er bezt fyrir hann að muna það líka, að það eru lög hér frá Alþ., sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur hagnýtt sér í sambandi við fiskmatið og samið um við einhverja menn í stjórn L.Í.Ú., sem hún virðist ráða yfir. Ég er hræddur um, að það sé skoðun margra útvegsmanna úti um land núna, að sá litli hópur í L.Í.Ú., sem hefur samið við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um verðflokkunarreglurnar, hafa verið hálfpartinn í þjónustu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og slíkra fyrirtækja. Það er satt að segja ekki bara í Vestmannaeyjum, sem er bókstaflega sameiginlegt verkfall alls fólksins, sem vinnur, frá útvegsmönnum til landverkamanna, á móti hringnum hér. Hér allt í kringum okkur er að stöðvast af því sama, jafnvel þó að reynt hafa verið allt, sem Alþýðusambandið gat, til þess að ljúka því verkfalli, sem lá hér fyrir. Að hálfu fulltrúa Alþýðusambandsins mun hafa verið gert allt, sem mögulegt var, til þess að reyna að ljúka því verkfalli sem fyrst. En hvað segja sjómennirnir, og hvað segja meira að segja útgerðarmennirnir? Jú, það, sem sjómennirnir og margir útgerðarmennirnir segja, er Verðflokkunarreglurnar eru óhafandi. Samningurinn, sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og aðrir hringar hafa gert við L.Í.Ú., eru ófærir fyrir útvegsmenn í landinu. — Það er þetta, sem við stöndum frammi fyrir núna. Það er bezt fyrir hv. 1. þm. Vestf. að ganga ekki í barndóm í sambandi við þetta og tala eins og engir aðrir geri verkfall en þeir, sem einu sinni stóðu mest að því. Það er orðið svo nú, að meira að segja atvinnurekendurnir á Íslandi meira að segja útvegsmennirnir í Vestmannaeyjum eru neyddir út í það að gera verkfall á móti fiskhringnum hér.

Svo sló alveg út 4 fyrir hv. 1. þm. Vestf. Hann er auðsjáanlega orðinn svo óvanur því að tala, að hann veit varla, hvað hann segir. Hann tór að tala um, að það væri alveg hörmulegt, það liti út fyrir, að Ísland væri að komast inn á það að styðja rússneska alheimspólitík enn þá meir. Hvað er eiginlega hv. 1. þm. Vestf. að bera sinni ríkisstj. á brýn? Ég hélt, að það mætti eitthvað annað um hana segja heldur en að hún væri að styðja rússneska alheimspólitík og það væri hætta á, að hún færi að styðja hana enn þá meir. Og hv. 1. þm. Vestf. fer að tala um, að það liggi við, að ég t.d. sé að berjast fyrir yfirréðum annarra þjóða. Vill ekki hv. 1. þm. Vestf. t.d. skreppa suður á Keflavíkurflugvöll og sjá, hverjir ráða þar. Er það ekki hv. 1. þm. Vestf., sem hefur barizt fyrir því nú síðustu árin, að Ísland yrði herstöð fyrir framandi þjóð, herstöð fyrir stórt ríki í veröldinni? Hv. 1. þm. Vestf, fer að tala um, að það sé eitthvert ógurlegt böl sem ég sé að leiða yfir þjóðina, af því að ég hafi verið m.a. að reyna að fá markaði í þessu voðalega landi þarna austur frá, þótt bæði Ólafur Thors og Hermann Jónasson hafa verið settir til þess að vinna að því. Það sé alveg ægilegt böl, sem ég sé að leiða yfir þjóðina. En hvað hefur þessi hv. þm. verið að gera? Mín þessi hv. þm. eftir því, að hann hefur stutt að því að Ísland kæmist í hernaðarbandalag, að hann hefur stutt að því, að hér kæmu upp herstöðvar á Íslandi? Og ef hann talar um böl ætli það sé nokkurt ægilegra böl til heldur en það að eiga á hættu, eftir að búið er að draga okkar land inn í hernaðarbandalag og koma hér upp herstöðvum, að við drögumst inn í styrjöld, ef hún yrði? Ég er hræddur um, að hv. 1. þm. Vestf. ætti að tala nokkuð rólega um þessa hluti og reyna að sýna einhverja ofur litla ábyrgðartilfinningu. Ef hann vill hins vegar fara að ræða um — svo að við ræðum ekki það alvarlega mál sérstaklega, herstöðvarnar, og alla þá ægilegu hættu, sem það kallar yfir Ísland, — ef hann vill tala um yfirráð annarra þjóða eða afskipti annarra bjóða, þá er ég reiðubúinn að ræða það við hann. Og ég er reiðubúinn að sýna honum fram á, að stofnanir í öðru landi hafa afskipti af því, hvers konar lög eru sett hér á Alþingi, m.a. af því, að ég hef reynt það sjálfur að fá í gegn í þessari hv. d. lög, sem eru stöðvuð í Ed. eftir erlendri fyrirskipun, og ef hann vill fara nákvæmlega út í það. Þá skal ég gera það. Ég á við ákvæðin um að gefa íbúðarhúsabyggingar frjálsar hér á árinu 1952 eða 1953, málið, sem var stöðvað í Ed., eftir að við höfðum mælt með því hérna, fjhn. Nd., stöðvað að undirlagi Benjamíns Eiríkssonar og Alþjóðabankans með hótun um beitingu valds Ameríku í mótvirðissjóðnum. Það er ekki lengra en 2—3 dagar síðan fyrrv. fjmrh. lýsti því hér yfir, að Alþjóðabankinn hefði reynt að hafa áhrif á íslenzka ríkisstj. og jafnvel sett henni ýmis skilyrði í sambandi við, að hún yrði að hafa sementsverksmiðjuna einkaeign, en ekki ríkiseign. Alþjóðabankinn vildi fara að ráða því, hvers konar skipulag við hefðum hér á Íslandi. Og ég ætla ekki að fara að minna hv. 1. þm. Vestf. á, ég hef talað svo oft um það hérna, hvernig var viðvíkjandi áburðarverksmiðjunni. En það er hægt að rekja, hvernig þessi hv. þm. hefur verið að reyna að vinna að því að koma Íslandi undir áhrif annarra þjóða og að láta aðrar þjóðir og þeirra stofnanir hafa aðstöðu til þess að breyta lagafrumvörpum hér á Íslandi og ráða því, hvers konar skipulag Íslendingar hefðu á sínum málum, hvers konar fyrirkomulag um eign þeir hefðu á sínum fyrirtækjum og annað slíkt.

Svo kemur hv. þm. með það, að það sé alveg voðalegt böl sem landið hafa orðíð fyrir. Það hafa verið vara þvinguð inn á Ísland. Og hann fer að tala um bíla, rússneska bíla. Það var alveg voðalegt. Hverjir eru það, sem vinna að þeirri þvingun? Er Það ekki eitthvert fyrirtæki hér í bænum. Ég man ekki, hvað það heitir, Landbúnaðarvélar, ég er ekki svo vel að mér í því. (Gripið fram í: Bifreiðar og landbúnaðarvélar.) Bifreiðar og landbúnaðarvélar, sem hefur eitthvert umboð þar. Og hverjir eru rússnesku agentarnir þarna? Hverjir eru það, sem vinna að því að reyna að koma þessum voðalegu bílum inn? Ég vona, að hv. 1. þm. Vestf. upplýsi það. Ég álít það ekkert vont verk, ég álít það alveg jafngott verk, jafnvel þó að hv. 1. þm. Vestf. væri við það riðinn, að reyna að koma hér inn rússneskum bílum eins og að reyna að koma hér inn öðrum bílum. En af hverju minnist hann ekki á aðalvöruna, sem þvinguð er inn í landið, olíuna? Er það einhver voðalegur hlutur, að við skulum kaupa olíu frá Rússum? Ég veit, að hv. 1. þm. Vestf. ræður miklu í sínum flokki. Hví í ósköpunum hefur hann ekki sagt sinni ríkisstj. með öllum sínum mætti og mikla veldi eð hætta þessum viðskiptum? Það er náttúrlega lafhægt fyrir hv. 1. þm. Vestf. að selja allan þennan fisk í Bandaríkjunum. Þar er frelsið. þar er öryggið, þaðan koma herstöðvarnar. Hví selur hann það ekki allt saman þar? Ætli það mundi ekki vera selt allt saman þar, ef það væri hægt. Ég lít ofur lítið öðruvísi á þetta mál. Ég hef nefnilega reynt það. sem ég hélt kannske að hv. 1. þm. Vestf. hefði reynt líka, að standa í einu hraðfrystihúsi og forstjóri þess sýnir mér skeyti, sem hann er nýbúinn að fá úr Reykjavík, þar sem stendur: „Hættið allri innpökkun í amerískar pakkningar. Það er ekki hægt að selja meira.” Og sama dag var hraðfrystihúsið stöðvað, því að aðrar pakkningar en amerískar voru þá ekki til og líklega ekki hægt að selja á því augnabliki annað kannske, og útgerðarmennirnir og sjómennirnir urðu að hætta veiðum. Þetta hef ég reynt. Ég held. að allar þær ríkisstjórnir, sem þessi hv. þm. hefur stutt, hafa litið þannig á, að það væri kostur, ef það væri hægt að afla Íslandi markaða. Það má reyna að fara að ræða við þessa hæstv. ríkisstj., sem nú situr að völdum. En ég held meira að segja, að sú ríkisstj. mundi líta þannig á, að það væri kostur að afla markaða þar austur frá jafnt og annars staðar, og væri ekki með þennan einkennilega, undarlega ótta, sem hv. 1. þm. Vestf. virðist vera gagntekinn af. Ef hann er að mæla fyrir munn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og henni finnst það svona voðalegt að hafa þessa markaði austur frá þannig að þetta hafa verið þvingað upp á hana, eins og maður gæti nú haldið eftir álhuga eða áhugaleysi Jóns Gunnarssonar á þessum markaði, þá skulum við bara, sleppa honum, ef við fáum svona lítið verð þar. Það eru áreiðanlega nóg hraðfrystihús á Íslandi, sem eru reiðubúin til þess að flytja út á þann markað. Þið skuluð bara segja til.

Viðvíkjandi bátunum frá Austur-Þýzkalandi, þá er náttúrlega eitt, sem ég get alveg viðurkennt: Það var voðaleg, vitleysa að láta ekki Gísla Jónsson, hv. 1. þm. Vestf., sem umboðsmann og eftirlitsmann í því. Ég var með í því að ráða hann, þegar nýsköpunartogararnir voru byggðir, og það er vafalaust gott að hafa hann í slíku.

Ég tók þetta svona ýtarlega af því, að hv. 1. þm. Vestf. ætlaðist nú til þess, að ég svaraði sér, og þá kem ég að því, sem hv. 3. þm. Austf., nafni minn, var að svara mér hér áðan. (Forseti: Það er fast komið að lokum venjulegs fundartíma. Mundi hv. þm. geta lokið máli sínu?) Það eru kaflaskipti hjá mér núna, svo að ég skal verða við því. [Frh.]